Hjólhýsi fauk út af á Vestfjarðavegi

Dráttarbíll var mættur á vettvang að draga hjólhýsið burt.
Dráttarbíll var mættur á vettvang að draga hjólhýsið burt. mbl.is/Eggert

Hjólhýsi fór út af Vestfjarðavegi nú síðdegis, en atburðurinn átti sér stað milli Hvítadals og Hvols. Hávaðarok var á staðnum þegar ljósmyndari mbl.is átti þar leið um og því ekki ólíklegt að kröftugar vindhviður hafi hrakið hjólhýsið út af veginum, en svæði er einkar vindasamt að sögn heimamanna

Vegagerðin varar á vef sínum í dag við því að mjög hvasst er víða á Vesturlandi og er vegfarendum sem eru með hjólhýsi og aðra aftanívagna því bent á að fylgjast vel með veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert