Skoða bilun í fjarskiptabúnaði

Við leitina á fólkinu sem varð viðskila við gönguhóp í …
Við leitina á fólkinu sem varð viðskila við gönguhóp í Lónsöræfum í gær ráku björgunar sveitir sig á því að fjarskiptabúnaðurinn virkaði ekki nógu vel. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fulltrúar frá björgunarsveitunum og Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs funda á næstu dögum um bilun í fjarskiptabúnaði í skálanum Egilsseli. Við leitina á fólkinu sem varð viðskila við gönguhóp í Lónsöræfum í gær ráku björgunar sveitir sig á að fjarskiptabúnaðurinn virkaði ekki nógu vel.

Mbl.is greindi frá því í morgun að fólkið hefði fundist í skálanum en að björgunarsveitir áttu erfitt með að komast í samband við skálann því bilun væri í fjarskiptabúnaðinum þar. Davíð Már Bjarnason hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að engin ein talstöð hafi verið biluð heldur þurfi að skoða heildarvirkni talsvöðva á svæðinu.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs er eigandi skálans en fulltrúi þeirra tók þátt í leitinni í nótt. „Strax í morgun var ákveðið að þeir ætluðu að hittast á næstu dögum og fara yfir hvað væri hægt að gera betur í þessum málum,“ segir Davíð Már.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert