Sjónvarpslaus júlí heyrir sögunni til

Áskrifendur geta valið úr fjölda þátta og kvikmynda í Sjónvarpi …
Áskrifendur geta valið úr fjölda þátta og kvikmynda í Sjónvarpi Símans.

Nýafstaðinn júlímánuður var sá næststærsti í sögu Sjónvarps Símans frá upphafi og fjölgaði áskrifendum um helming frá sama mánuði í fyrra, auk þess sem áhorf jókst um 85%. Ekki eru nema þrjátíu ár síðan júlí var sjónvarpslaus mánuður hjá Ríkisútvarpinu og þar með flestum Íslendingum. En nú er öldin önnur. 

Að sögn Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, er greinilegt að fjölskyldur hætta ekki að horfa á sjónvarp í sumarfríinu þó það kunni að hafa verið staðan hér áður fyrr. Núorðið sé hægt að nálgast efnið í snjalltækjum auk þess sem taka megi myndlykla með í fríið og tengja við þráðlaust net.

Gunnhildur telur miklar vinsældir seríunnar Handmaid's Tale, sem kom inn á veituna í lok júlí, hafa sitt að segja en serían segir af samfélagi í náinni framtíð þar sem konur hafa misst öll réttindi í kjölfar borgarastyrjaldar og þeirra eina hlutverk að sinna þjónustustörfum og eignast börn. Þá er leiðinlegt veður framan af mánuði talið auka áhorfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert