Borgar Þór: „No komment“

Borgar Þór Einarsson hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra.
Borgar Þór Einarsson hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Ljósmynd/Aðsend

Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, vildi ekkert gefa upp þegar hann var inntur eftir því hvort hann sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

„Ég ætla ekkert að tjá mig um það,“ sagði Borgar hlæjandi. „Það hefur komið fram að þetta hefur verið í umræðunni en tíðindi gærdagsins breyta engu um það. „No komment.““

Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokks í Árborg og einn eigandi Árvakurs, segist spurður að hann hafi ekki hugsað sér að taka slaginn. 

„Eigum við ekki bara að bíða og sjá,“ segir Eyþór sem bætir því við að ákvörðun Halldórs um að stíga til hliðar eftir yfirstandandi kjörtímabil hafi komið honum á óvart.

Áður hafði komið fram að borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir íhuga hvort þau eigi að sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokks í borgarstjórnarkosningum næsta vor.

Eyþór Arnalds.
Eyþór Arnalds.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert