Drónaflug bannað á Ljósanótt

Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa bannað drónaflug á …
Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa bannað drónaflug á meðan að á hátíðinni stendur. Einnig verður lokað fyrir umferð um hafnargötu í Reykjanesbæ til þess að koma í veg fyrir stofna fólki í hættu. mbl.is/Helgi Bjarnason

Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa bannað flug dróna á og yfir hátíðarsvæði Ljósanætur sem haldin verður í Reykjanesbæ helgina  31. ágúst til 3. september.

Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum segir að lögregla hafi farið yfir öryggismál vegna hátíðarinnar. Vilja þau ítreka að leyfislaust flug dróna á meðan að á hátíðinni stendur er stranglega bannað.

Þá verður akstur bifreiða, bæði stórra sem smárra, um Hafnargötu í Reykjanesbæ bannaður á meðan að á hátíðinni stendur. Er það mat lögreglustjóra að allur akstur bifreiða um stóran hóp fótgangandi vegfarenda sé varhugaverður þar sem hann kunni að stofna fólki í umtalsverða hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert