Endurskoða heimildir ríkissáttasemjara

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, ætlar að taka upp viðræður …
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, ætlar að taka upp viðræður við aðila vinnumarkaðarins um hvernig megi efla hlutverk ríkissáttasemjara. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hyggst taka upp viðræður við aðila vinnumarkaðarins á næstunni til að útfæra hvernig best verði að því staðið að styrkja embætti ríkissáttasemjara og auka um leið stöðugleika á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is.

Þorsteinn telur þörf á að á forræði ríkissáttasemjara séu fleiri úrræði til að styðja við úrlausn og sátt í kjaradeilum og geti það verið liður í að auka stöðugleika á vinnumarkaði. Horft er til nágrannaþjóðanna en í skýrslu OECD um stöðu Íslands og var kynnt í lok júní sl. er m.a. lagt til að ríkissáttasemjara verði falin heimild til að fresta aðgerðum á vinnumarkaði til að gefa viðsemjendum aukinn tíma í samningaviðræðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert