Höfðu afskipti af hestastóði á Breiðholtsbrúnni

Lokunarborðar lögreglu fengu hér nýtt hlutverk við gerð tímabundins hestagerðis.
Lokunarborðar lögreglu fengu hér nýtt hlutverk við gerð tímabundins hestagerðis. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Verkefni lögreglunnar eru margvísleg og ekki alltaf hefðbundin og teljast afskipti lögreglu af hestastóði á Breiðholtsbrúnni væntanlega til óhefðbundnari verkefna.

Á Facebook-síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nótt eina nýverið hafi verið óskað lögregluaðstoðar eftir að hestastóð hafði gert sig heimakomið í Breiðholti. „Hestarnir höfðu lagt allnokkurn spöl að baki þegar lögreglan mætti þeim á miðri Breiðholtsbrúnni (yfir Reykjanesbrautinni) og þá þurfti að hafa snör handtök,“ segir í færslunni.

Hestarnir hafi í kjölfarið verið reknir af veginum og inn á næsta grasbala á milli Dalvegar og aðreinar að Reykjanesbraut. Er smalamennskan sögð hafa krafðist talsverðrar útsjónarsemi og yfirvegunar af lögreglumönnum, en sett var upp tímabundið hestagerði á þessum stað. „Lokunarborði lögreglunnar kom að góðum notum við verkið, en hestarnir voru samstarfsfúsir og virtu fyrirmæli lögreglu! Þeim var síðan komið á réttan stað og þar með lauk þessu ævintýri þeirra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert