Heyskapurinn gengið ágætlega í sumar

Fyrsti sláttur var sums staðar óvenju snemma í ár.
Fyrsti sláttur var sums staðar óvenju snemma í ár. mbl.is/Helgi Bjarnason

Sláttur hefur gengið með ágætum víðast hvar á landinu. Mikil uppskera var í fyrsta slætti sumarsins en víða er minna eftir annan slátt. Útflutningur á heyi verður í svipuðu magni og síðustu ár, mestur til Færeyja.

„Það er nóg til af heyi. Það er alveg hægt að segja það,“ segir Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur á Austurlandi hjá Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins (RML), í umfjöllun um heyskapinn í landinu í Morgunblaðinu í dag.

Annar sláttur klárast víða á næstu dögum en Guðfinna býst ekki við því að margir slái þrisvar í sumar, enda hafi flestir fengið góða uppskeru í fyrsta slætti. Einhverjir muni mögulega gera það. Veðrið hefur verið milt á Austurlandi og nokkurt regn yfir sumarið, þó ekki þannig að það hafi spillt fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert