Skráningar að nálgast 12.000

Litskrúðug stemmning í Reykjavíkurmaraþoni.
Litskrúðug stemmning í Reykjavíkurmaraþoni. mbl.is/Árni Sæberg

Um 11.800 manns hafa skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið, sem fram fer á laugardaginn.

Langflestir eru skráðir í 10 kílómetra hlaup, en í gær höfðu rétt tæplega 6.000 manns skráð sig. Góð aðsókn er í hálfmaraþon, en í gær nálgaðist fjölda skráninga í 3.000 í þá vegalengd. Um 1.500 eru skráðir í heilt maraþon og rúmlega 1.000 í skemmtiskokk.

Töluverður áhugi er fyrir hlaupinu frá útlöndum. Um 3.900 erlendir þátttakendur frá 85 löndum eru skráðir í hlaupið á laugardaginn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert