113 nemendur útskrifast á árinu

Nemendum sem útskrifast af Háskólabrú Keilis fjölgar með hverju árinu.
Nemendum sem útskrifast af Háskólabrú Keilis fjölgar með hverju árinu. Ljósmynd/Keilir

Ellefu nemendur útskrifuðust úr Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis í dag. Alls hafa 113 nemendur útskrifast á árinu og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið.

Nemendurnir útskrifuðust við hátíðlega athöfn í dag þar sem Berglind Kristjánsdóttir, forstöðumaður Háskólabrúar, flutti ávarp ásamt ræðu framkvæmdastjóra Keilis, Hjálmars Árnasonar. Thelma Rán Gylfadóttir hélt ræðu útskriftarnema og Anton Þór Ólafsson dúxaði með 9,59 í meðaleinkunn.

Fjölgun ár frá ári 

Þá mun fjölmennasti árgangur Háskólabrúar frá upphafi hefja nám á haustönn 2017 en nemendum hefur fjölgað mikið á milli ára. Frá upphafi Háskólabrúar árið 2007 hefur námið tekið miklum framförum samhliða breyttum þörfum og kröfum nemenda að því er fram kemur í tilkynningu.

Nú geta nemendur valið að sækja skólann bæði í staðnámi eða fjarnámi, með eða án vinnu. Frá og með haustinu mun Keilir einnig bjóða upp á Háskólabrú á ensku en það er hugsað fyrir einstaklinga með annað móðurmál en íslensku sem hyggja á nám í Háskóla Íslands.

Frá útskrift Verk- og raunvísindadeildar Háskólabrúar Keilis 18. ágúst.
Frá útskrift Verk- og raunvísindadeildar Háskólabrúar Keilis 18. ágúst. Ljósmynd/Keilir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert