Aukið framboð á félagslegu húsnæði

Framboð af félagslegu húsnæði eykst.
Framboð af félagslegu húsnæði eykst. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að auka framboð á félagslegu húsnæði til samræmis við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar.

1.081 einstaklingur er á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík. Þar af eru 782 metnir í mikilli þörf og 299 í þörf fyrir slíkt húsnæði.

Ýmsar leiðir verða farnar til að auka framboð. Keyptar verða eins til tveggja herbergja íbúðir á almennum markaði. Átak verður gert í fjölgun íbúða fyrir barnafólk. Fleiri íbúðir verða leigðar og keyptar á almennum markaði og átak gert í skammtímalausnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert