Dagur sendir samúðarskeyti

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent Ada Colau, borgarstjóra Barcelona á Spáni samúðarskeyti fyrir hönd Reykvíkinga vegna hryðjuverksins í borginni síðdegis í gær þar sem fjöldi fólks lést eða slasaðist alvarlega.

Skeytið er svohljóðandi:

„Kæri borgarstjóri,

Fyrir hönd allra Reykvíkinga, vil ég votta þér mína dýpstu samúð vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað við Katalóníutorg í miðborg Barcelona í gærdag.

Við verðum að standa vörð um samfélag okkar þar sem sjálfsögð gildi eins og frelsi og réttlæti, lýðræði og umburðarlyndi gera íbúum okkar kleift að lifa saman í sátt og samlyndi – og vinna gegn öflum haturs og ofbeldis sem leiða af sér þau voðaverk sem unnin voru í Barcelona í gær. 

Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, íbúum Barcelona og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessara óskiljanlegu voðaverka.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert