Fær ekki greiddar frekari bætur

Töskurnar komu fimm dögum seinna.
Töskurnar komu fimm dögum seinna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samgöngustofa hefur úrskurðað að kona sem ferðaðist til Rómar með Wow Air í september síðastliðnum fái ekki bætur umfram þær sem Wow Air hefur nú þegar boðið henni vegna fimm daga farangurstafa.

Bæturnar sem flugfélagið býður eru að upphæð 43.499 kr., en konan framvísaði greiðslukvittunum upp á 817 evrur, um 104 þúsund krónur, vegna kaupa á fatnaði og nauðsynjavörum.

Konan ferðaðist til Rómar ásamt eiginmanni sínum og farangur þeirra skilaði sér ekki fyrr en fimm dögum síðar. Ferðin var gjöf frá börnum þeirra í tilefni stórafmælis eiginmannsins. Hjónin telja að farangurstöfin hafi eyðilagt ferðina fyrir þeim, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðiinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert