Fleiri vinna 40 stundir í viku en í fyrra

Það fækkar í hópi þeirra sem segjast vinna minna en …
Það fækkar í hópi þeirra sem segjast vinna minna en 30 stundir á viku. mbl.is/Golli

Um þriðjungur starfandi fólks á íslenskum vinnumarkaði segist nú vinna sléttar 40 stundir að jafnaði í venjulegri viku og er það 2,2% aukning frá sama tíma í fyrra.

Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar úr vinnumarkaðsrannsókn fyrir annan fjórðung ársins. Að sama skapi hefur aðeins fækkað í hópi þeirra sem segjast vinna minna en 30 stundir í hverri venjulegri viku, en fram kom að 14,9% sögðust vinna minna en 30 stundir samanborið við 16% árið áður.

Verulegur munur er á vinnutíma kynjanna. Þegar kemur að þeim sem segjast vinna meira en 40 stundir á viku segjast 25,2% karla venjulega vinna 41-49 stundir á viku á móti 15,7% kvenna og tæp 28% karla segjast vinna 50 stundir eða lengur í hverri vinnuviku en aðeins 8,7% kvenna segjast gera það, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta efni í Mmorgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert