Kúmentínsla í Viðey á sunnudag

Hefð er komin fyrir kúmentínslu í Viðey í ágústlok þegar …
Hefð er komin fyrir kúmentínslu í Viðey í ágústlok þegar kúmenið er orðið þroskað. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Gestum Viðeyjar verður á sunnudag boðið að taka þátt í kúmentínslu, en hefð er komin fyrir kúmentínslu í eyjunni í ágústlok þegar kúmenið er orðið þroskað.

Tekið verður á móti gestum í eyjunni og farið með þeim yfir meðferð og virkni kúmens og hvar það sé helst að finna. Þá verður einnig rætt um upphaf kúmenræktunar í Viðey en það var Skúli Magnússon landfógeti sem hóf ýmsar ræktunartilraunir upp úr miðri átjándu öld í Viðey, þó með misjöfnum árangri að því er segir í fréttatilkynningu.

Eru gestir hvattir að taka með sér taupoka, lítinn hníf eða skæri.

Siglt verður stundvíslega frá Skarfabakka kl. 13:15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert