Þjófnaður á Subway-stað

mbl.is/Þórður

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni sem rændi skyndibitastaðinn Subway í JL-húsinu í vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Manninum tókst að hafa einhverja fjármuni á brott með sér samkvæmt frétt Vísir.is en ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu mikið.

Sjónarvottar segja að maðurinn hafi ekki verið vopnaður en hann hljóp í austurátt eftir Hringbrautinni eftir að hafa rænt staðinn. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu.

Uppfært: Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var ekki um rán að ræða þó að slíkt hafi verið tilkynnt í fyrstlu. Er betur var að gáð reyndist um þjófnað/gripdeild að ræða. Það þýðir að engu vopni var beitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert