Vann tæpa 5,9 milljarða

AFP

Heppinn lottóspilari er tæplega 5,9 milljörðum króna ríkari eftir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í Noregi.

Fjórir skipta með sér öðrum vinningnum og fær hvor í sinn hlut 51,6 milljónir króna. Tveir vinningsmiðanna voru keyptir í Ungverjalandi og hinir tveir í Finnlandi.

Þá skipta þrír með sér þriðja vinningnum og fær hver þeirra í sinn hlut rúmar 24 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Ungverjalandi og Finnlandi.

Vinningstölurnar eru 1, 4, 20, 32 og 34. Stjörnutölurnar eru 3 og 6.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert