Vilja reisa minnisvarða við Höfða

Höfði. Steinninn yrði við sjóinn.
Höfði. Steinninn yrði við sjóinn. mbl.is/Brynjar Gauti

Bandaríska stríðsminnisvarðanefndin hefur sótt um leyfi til að reisa minnisvarða um seinni heimsstyrjöldina í Reykjavík.

Beiðnin er nú til afgreiðslu hjá umhverfis- og skipulagssviði og menningar- og ferðamálasviði borgarinnar, en hugmyndin er að minnismerki rísi í nágrenni Höfða í Reykjavík, nærri sjávarsíðunni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinun í dag.

Einn nefndarmannanna, Barbaralee Diamonstein-Spielvogel, kom hingað til lands í maí ásamt sendinefnd til að kynna hugmyndina. Hugmyndin um minnisvarðann er ekki fullmótuð en vonir standa til þess að höggvinn verði einfaldur minningarsteinn úr graníti, um tveggja til þriggja metra hár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert