Áætlunin er til að fara eftir

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Starfsáætlun Alþingis 2017 til 2018 var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í gær. Starfsáætlunin er með hefðbundnu sniði og verður birt á vef stjórnarráðsins á mánudag.

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir að starfsáætlunin sé frábrugðin síðustu áætlun, þar sem sveitarstjórnarkosningar fari fram næsta vor. Hlé verði gert á þingstörfum 9. maí og fram yfir sveitarstjórnarkosningarnar. Þing haldi svo áfram eftir kosningar til loka maí.

„Ég hef í störfum mínum lagt mikla áherslu á að halda starfsáætlun. Við fórum degi fram úr áætlun á síðasta þingi. Það voru allir ánægðir með að standast áætlun, sama hvar í flokki sem þeir stóðu,“ segir Unnur Brá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert