Arnar sigraði í maraþoni karla

Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 er Arnar …
Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 er Arnar Pétursson. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017 er Arnar Pétursson.

Verðlaunahafar eru eftirfarandi:

  1. Arnar Pétursson, ISL, 2:28:17
  2. Patrik Eklund, SWE, 2:39:24
  3. Blake Jorgensen, USA, 2:41:58

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 er Íslandsmeistaramót í maraþoni og því er Arnar líka Íslandsmeistari í maraþoni. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu og nýtt persónulegt met hjá honum. Gamla metið átti Sigurður Pétur Sigmundsson.

Í öðru sæti í Íslandsmeistaramótinu var Sigurjón Ernir Sturluson á tímanum 2.50:21 og í því þriðja Páll Ingi Jóhannesson á tímanum 2:57:00.

Þátttakendur í skemmtiskokki eru farnir að gera sig tilbúna fyrir sitt hlaup og stígur Emmsjé Gauti fljótlega á svið til að hita upp mannskapinn. Skemmtiskokkið verður ræst klukkan 12:15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert