Hætt við næturfrosti

Svona verður veðrið kl. 12 á hádegi í dag.
Svona verður veðrið kl. 12 á hádegi í dag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt.

Veðurspá næsta sólarhringsins er þessi samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Norðlæg átt, 5-10 m/s, en allt að 18 m/s suðaustanlands í fyrstu. Skýjað og rigning eða súld á köflum á norðausturhorninu, en víða léttskýjað annars staðar. Dregur úr vindi með kvöldinu og léttir til norðaustanlands. Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt á morgun og bjartviðri víða um land. Hiti 8 til 18 stig að deginum, hlýjast sunnanlands, en hætt við næturfrosti í innsveitum norðanlands.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert