Söfnun plasts gengur vel

Á fyrsta þriðjungi ársins var safnað um 35 tonnum af …
Á fyrsta þriðjungi ársins var safnað um 35 tonnum af plasti.

Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna.

Fram kemur á minnisblaði Karls Eðvaldssonar, deildarstjóra gatnadeildar Kópagvogs, frá í júní um reynsluna fyrstu sjö mánuðina, að verkefnið hafi byrjað vel en svo virðist sem það hafi dregið eitthvað úr magni endurvinnsluefna síðustu þrjá mánuðina samanborið við fyrstu mánuði verkefnisins.

„Áður en tilraunaverkefnið hófst þá voru grenndargámar að ná inn tæplega 2% af heildarplastmagni frá heimilum. Því má áætla að tilraunaverkefnið sé að skila inn sirka 6 sinnum meira magni af plasti til endurvinnslu heldur en á sama tíma fyrir ári síðan,“ segir á minnisblaðinu sem kynnt var í stjórn Sorpu í vikunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert