Byssumaðurinn er ófundinn

mbl.is/Þórður

Tveir karlmenn, sem sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í Reykjavík handtók í gær vegna gruns um að þeir hefðu komið að málum þegar maður ógnaði fólki í bifreið með skotvopni fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði á föstudagskvöldið, voru yfirheyrðir í dag en reyndust hins vegar ekki hafa komið við sögu í málinu.

Þetta segir Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi í samtali við mbl.is. Vitni bera að maðurinn hafi stigið út úr bifreið við veitingastaðinn og ógnað fólki í annarri bifreið. Bifreiðunum hafi síðan verið ekið á brott. Lögreglan telur að um einhvers konar uppgjör hafi verið að ræða en áður mun hafa komið til orðaskaks á milli fólksins í bifreiðunum.

Frétt mbl.is: Beindi byssu að fólki í bifreið

Tveir karlmenn voru handteknir vegna málsins á föstudaginn þegar bifreiðin sem meintur byssumaður var í en þeir voru síðan látnir lausir í kjölfar skýslutöku. Annar mannanna tveggja, sem handteknir voru í gær, var talinn vera byssumaðurinn en svo reyndist ekki vera sem fyrr segir. Byssumaðurinn er því ófundinn og er hans leitað.

„Við þurfum náttúrlega að ná tali af honum,“ segir Helgi og bætir við að rannsókn málsins haldi áfram. Aðspurður segir hann fólkið í hinni bifreiðinni ekki hafa gefið sig fram enn. Lögreglan vilji gjarnan ná tali af því til að heyra þess hlið í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert