Ók utan í lögreglubíl

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Um klukkan 2 í fyrrinótt stöðvaði lögreglan á Akureyri sautján ára ökumann undir áhrifum fíkniefna framan við Engimýri í Öxnadal. Þá hafði lögreglan veitt honum eftirför frá Þingvallastræti á Akureyri.

Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, ók tvívegis mót rauðu ljósi, og ók á ofsahraða norður úr bænum og síðan suður Hörgárdal og Öxnadal. Við tilraun lögreglu til að fá hann til þess að stöðva ók hann utan í eina lögreglubifreið en skömmu síðar tókst að stöðva för hans. Hann var handtekinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert