Tveir bílar og hestakerra fóru út af

mbl.is/Þórður

Rétt eftir klukkan 18 í dag lentu tveir bílar í árekstri á þjóðveginum við Laugaland á Þelamörk. Bílarnir voru báðir á suðurleið og sá fremri var með hestakerru í eftirdragi. Ökumaður aftari bílsins hugðist aka fram úr en rakst þá bíll hans utan í hestakerruna með þeim afleiðingum að hún losnaði. 

Báðir bílarnir ultu út af veginum og sömuleiðis hestakerran. Kerran valt einnig. Tveir voru í öðrum bílnum og þurfti sjúkralið að klippa ökumanninn út úr honum. Báðir mennirnir, sem og ökumaður hins bílsins voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri en meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg.

Bifreiðarnar og kerran voru fluttar brott með björgunarbifreið, segir í færslu lögreglunnar á Norðurlandi eystra um málið.

Miklar tafir urðu á umferð vegna þessa og þakkar lögregla fólki fyrir þolinmæðina.

Í fyrri nótt valt bíll út af þjóðveginum vestan við Ólafsfjarðarveg. Bifreiðin, var á leið til Akureyrar, var ekið út af veginum vinstra megin þar sem hún valt. Ökumaður og þrír farþegar voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri með sjúkrabifreið. Meiðsl ekki talin alvarleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert