„Versta er skorturinn á upplýsingum“

„Þetta var hræðileg nótt en það versta er skorturinn á upplýsingum,“ segir Heiða Sigríður Davíðsdóttir í samtali við mbl.is en hún er á meðal þeirra sem bíða eftir að komast heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með flugfélaginu Primera Air. Flugvélin átti að fara í loftið klukkan 16.05 í gær en af því hefur enn enn orðið. Til stendur að flogið verði til Íslands í kvöld.

Frétt mbl.is: „Þetta er bara óhappahelgi hjá okkur“

Forstjóri Primera Air, Hrafn Þorgeirsson, sagði í samtali við mbl.is í morgun að vélarbilun væri ástæða seinkunarinnar og allt kapp væri lagt á að leysa málið sem fyrst. Sama og útilokað væri að fá leiguvélar til þess að hlaupa í skarðið um helgar í sumar og þá tæki tíma að fá varahluti og hvíla áhöfnina. Fleiri slík mál hafa komið upp um helgina.

„Við erum komin upp á hótel núna en við vorum í alla nótt í flugstöðinni og þar gátu fáir sofið nema helst börnin sem gátu sofið aðeins. Við erum bara rétt komin upp á hótel, sem er mjög fínt hótel, og erum komin undir sæng og ætlum að reyna að hvíla okkur eitthvað,“ segir hún. Bæði hafi engin aðstaða verið í flugstöðinni til þess að sofa þó að ýmsir hafi reynt það, ekki síst á gólfunum, og eins hafi fólk ekki viljað missa af því ef upplýsingar bærust.

Frétt mbl.is: „Fólk sef­ur bara hérna á gólf­un­um“

„Talað er um að við verðum sótt í kvöld klukkan átta og áætlað að flogið verði heim klukkan ellefu þannig að við vorum bara að það gangi eftir. Þannig að það er að taka alla helgina að komast heim og hefur auðvitað áhrif á vinnu á morgun. Ef þetta gengur eftir verðum við komin heim seint í nótt,“ segir Heiða sem átti að koma heim í gækvöldi.

Hvort það standist síðan að flogið verði til Íslands í kvöld verði síðan bara að koma í ljós. „Maður hefur ekki mikla trú á því eftir allt þetta, því miður. En við verðum auðvitað að vona það besta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert