Búið að yfirheyra manninn

Eftirförinni lauk við Leifsstöð.
Eftirförinni lauk við Leifsstöð. mbl.is/Aðsent

Búið er að yfirheyra ungan karlmann sem var handtekinn í gær í Leifsstöð eftir háskalega eftirför frá Reykjanesbraut að flugstöðinni. Þetta staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum.

Fyrri bíllinn sem skilinn var eftir á Reykjanesbraut, eftir að maðurinn steig úr honum og virtist ætla að gefa sig fram til lögreglu, var í eigu nákomins ættingja mannsins samkvæmt heilmildum mbl.is en þaðan hljóp hann að nærstöddum bíl sem hann tók traustataki eftir að hafa kýlt lögreglumann sem hugðist handtaka hann.

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um framhald málsins og hvort manninum verði sleppt. Málið er enn í fullri rannsókn og hann vill ekki tjá sig um hvort maðurinn hafi verið undir áhrifum vímuefna í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert