Mannekla er mest í Reykjavík

Leikskólabörn bíða eftir strætó í Vonarstræti.
Leikskólabörn bíða eftir strætó í Vonarstræti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna leikskóla. 119 stöðugildi eru nú laus, en hinn 11. ágúst voru þau 132.

Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, segir erfitt að meta hvort jafn hratt takist að ráða í lausar stöður og í fyrra þegar þeim fækkaði um helming frá miðjum ágúst og fram í september, úr um hundrað niður í rúmlega fimmtíu. Inngrip skóla- og frístundasviðs er þó meira í ár.

Blásið hefur verið til auglýsingaherferðar til að kynna hin lausu störf. Skúli nefnir að dregin hafi verið saman hlunnindi sem leikskólastarfsfólk njóti, t.d. afsláttur af leikskólagjöldum, nýtilkomnir samgöngustyrkir o.fl. Til viðbótar við auglýsingar hefur verið talað við reynt leikskólastarfsfólk „maður á mann“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert