Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

Breiðdalsvík. Rafmagnsleysið hefur haft nokkur áhrif á atvinnulífið á Breiðdalsvík …
Breiðdalsvík. Rafmagnsleysið hefur haft nokkur áhrif á atvinnulífið á Breiðdalsvík þar sem hótel, verslanir og höfnin treysta á rafmagn við starfsemi sína. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin.

Á vefnum Austurfrétt segir að þær upplýsingar hafi fengist hjá bilanavakt Rarik um fimmleytið í dag að vísbendingar hafi fundist um að jarðstrengur við aðveitustöðina á Ormsstöðum í Breiðdal sé bilaður.

Töluvert verk geti verið að finna bilanir í jarðstrengjum, en þá þurfi að mæla út nákvæmlega hvar bilunin er og hefjist viðgerð þegar það hefur verið gert.

Rafmagnsleysið hefur haft nokkur áhrif á atvinnulífið á Breiðdalsvík þar sem hótel, verslanir og höfnin treysta á rafmagn við starfsemi sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert