Rýna í þjónustu við fólk með heyrnarskerðingu

Heyrnartæki. Mynd úr safni.
Heyrnartæki. Mynd úr safni. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að fara yfir fyrirkomulag þjónustu við fólk með heyrnarskerðingu og talmein, skoða hvort og hvernig megi bæta hana og gera tillögu að skipulagi þjónustunnar til framtíðar. 

Hópnum er ætlað að skoða verkefni og hlutverk Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands með hliðsjón af verkefnum annarra aðila sem einnig veita heyrnarskertum einstaklingum og fólki með talmein þjónustu. Meðal þess sem hópnum er ætlað að skoða sérstaklega er fyrirkomulag greiningar og meðferðar á heyrnar- og talmeinum, hvernig endurhæfingu, þjálfun, heyrnarmælingum, fræðslu og ráðgjöf er háttað og einnig á hópurinn að skoða stöðu heyrnarfræðinga. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins

Ingibjörg Sveinsdóttir er formaður starfshópsins. 

Stefnt er að því að starfshópurinn ljúki störfum um miðjan október og skili þá niðurstöðum sínum til heilbrigðisráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert