Magakveisa og mötuneyti lokað

Mötuneyti grunnskóla. Mynd úr safni
Mötuneyti grunnskóla. Mynd úr safni mbl.is/Eggert

Magakveisa hefur herjað á um helming starfsfólks Hörðuvallaskóla og hefur meðal annars þurft að aflýsa viðtölum í nokkrum bekkjardeildum í dag vegna þess. Samkvæmt tilmælum læknis skólans verður mötuneyti skólans lokað í dag og á morgun til að draga úr smithættu. Starfsfólk skólans vinnur nú að því að sótthreinsa helstu snertifleti og mun halda því áfram næstu daga. 

„Ekki er grunur um að þetta tengist mötuneytinu en til að draga úr smithættu hefur verið ákveðið að hafa mötuneytið lokað fyrst um sinn,“ segir Ágúst Jakobsson. skólastjóri Hörðuvallaskóla. 

Pestin virðist bráðsmitandi og leggst misjafnlega á fólk, sumir finna bara fyrir óþægindum en aðrir hafa veikst nokkuð illa, að sögn Ágústs. Þrátt fyrir þetta reiknar hann með að geta haldið allri kennslu samkvæmt áætlun. Viðbúið er að nemendur geti veikst þegar þeir mæta í skólann. 

Allir nemendur skólans þurfa því að mæta með nesti fyrsta skóladaginn en þeir eiga að mæta samkvæmt stundatöflu á morgun.

Magakveisa hefur sett strik í reikninginn í fleiri skólum í vikunni. Skóla­setn­ingu í Hvassa­leiti, ann­arri af tveim­ur starfs­stöðvum Háa­leit­is­skóla, hef­ur verið frestað um tvo daga vegna maga­k­veisu starfs­fólks. 

Foreldrum er bent á að brýna fyrir börnum hreinlæti og gott er að fara yfir handþvotta og almennar hreinlætisreglur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert