Milt og gott veður

Veðrið hefur leikið við flesta landsmenn að undanförnu.
Veðrið hefur leikið við flesta landsmenn að undanförnu. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Spáð er rólegheita- og mildu veðri næstu daga með hægum vindi og víða sést til sólar. Undir helgi er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og fer að rigna en síst norðaustan til.

Veðurspá fyrir næstu daga

Breytileg átt 3-8, en austan 5-10 m/s syðst. Heldur hvassari allra syðst á morgun. Víða léttskýjað eða bjartviðri, en sums staðar skýjað við ströndina, síst V-lands. Hiti 8 til 18 stig að deginum, hlýjast í uppsveitum SV-til.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Austan 5-10 með suðurströndinni, annars breytileg átt, 3-8 m/s. Sums staðar skýjað við sjávarsíðuna, en annars léttskýjað. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á V-landi, en svalast á Austfjörðum. 

Á föstudag:
Hæg breytileg átt og bjart með köflum A-til, en suðaustan 5-10 og dálítil væta V-lands. Hiti 9 til 16 stig að deginum, hlýjast NA-til. 

Á laugardag:
Suðaustan 5-10 og rigning en yfirleitt þurrt NA-lands. Hiti breytist lítið. 

Á sunnudag:
Austlæg átt, milt og víða rigning með köflum. 

Á mánudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með vætusömu og svölu veðri fyrir norðan en mildara og lengst af þurrt syðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert