Rúmlega 13 þúsund nemendur við HÍ

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tap Háskóla Íslands nam tæpum 494 milljónum krónum á síðasta ári sem er heldur meira en árið áður sem nam tæpum 130 milljónum króna. Hins vegar jukust tekjur háskólans milli ára um tæpan milljarð króna. Heildartekjur skólans í fyrra voru 19.404 milljónir króna. Framlag úr ríkissjóði hækkaði milli ára og var tæplega 13 milljarðar króna en var rúmlega 12 milljarðar króna árið 2015. Þetta kemur fram í ársreikningi Háskóla Íslands, nánar tiltekið rekstrarreikningi. 

Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi samkvæmt Times Higher education world university rankings könnuninni.

Alls voru 13.307 nemendur skráðir í Háskólanum árið 2016 þar af voru flestir í grunnnámi eða 64,7%. Tæplega þrjú þúsund manns brautskráðust árið 2016 þar af 67 doktorar.

Þetta kemur fram á ársreikningi Háskóla Íslands en ársfundur Háskólans hefst í dag klukkan níu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert