Seinkun vegna tæknibilunar hjá Primera

Flugvél Primera Air.
Flugvél Primera Air.

Flugfélagið Primera Air hefur þurft að seinka flugi sínu frá Keflavíkurflugvelli til Trieste á Ítalíu. Upphaflega átti vélin að fara snemma í morgun en félagið ber fyrir sig tæknibilun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Primera en þar segir að gerðar hafi verið ráðstafanir til að fá aðra vél frá Billund í Danmörku. Áætluð lending hennar er 14.30 og er brottför til Trieste nú áætluð klukkan 15.20.  

Hvað varðar flug síðar í dag til Alicante er verið að vinna að því að fá leiguvél til að fljúga á réttum tíma en við biðjum farþega að fylgjast vel með upplýsingum frá félaginu. Um leið og þetta er staðfest mun félagið senda frekari upplýsingar, segir enn fremur í tilkynningunni þar sem farþegar eru beðnir velvirðingar á óþægindum.

Samkvæmt vefsíðu Keflavíkurflugvallar fer vélin til Trieste klukkan 15.20 og vélin til Alicante klukkan 17.10.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert