Boðuð lækkun á afurðaverði fyrir dilkakjöt er váboði fyrir bændur víðsvegar um land

Torfi Halldórsson bóndi á Broddadalsá.
Torfi Halldórsson bóndi á Broddadalsá. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Boðuð lækkun á afurðaverði fyrir dilkakjöt í haust um allt að 35%, til viðbótar við tíundarlækkun í fyrra, er váboði fyrir bændur víða um landið.

Váin er mikil á Ströndum þar sem sauðfjárbúskapur er undirstaða og að fáu öðru er að hverfa. Torfi Halldórsson, bóndi á Broddadalsá í Strandasýslu, segir í Morgunblaðinu í dag, að  sauðfjárbændur, sem eru skuldlausir og reki hóflega stór bú, geti þraukuð í nokkur ár þrátt fyrir að afurðaverðið lækki gríðarlega.

„En í fyllingu tímans fara allir í þrot og fyrst ungt fólk, sem er að byrja í búskap og hefur steypt sér í miklar skuldir,“ segir Torfi að auki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert