„Hefur hvergi gefist vel“

Lögreglumenn mótmæla kjörum sínum.
Lögreglumenn mótmæla kjörum sínum. mbl.is/Styrmir Kári

„Það hefur hvergi gefist vel,“ segir Gylfi Arnbjörnsson um þá staðreynd að opinberir starfsmenn leiða launaþróun á íslenskum vinnumarkaði.

Þróunin á Íslandi er þvert á hið skandinavíska líkan á vinnumarkaði, sem miðast við að útflutningsgeirinn semji fyrst og með hliðsjón af samkeppnisstöðu. Dæmi eru um að laun opinberra starfsmanna hafi hækkað um 34% frá mars 2014 til mars 2017.

„Hagvöxtur og verðmætasköpun í samfélaginu ræðst af stöðu okkar í útflutningi og samkeppnisstöðu okkar á erlendum mörkuðum. Þess vegna verða aðstæður í þeim greinum sem eru í samkeppni við útlönd að fá að móta svigrúmið,“ segir Gylfi í umfjöllun um kjaramálin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert