Konurnar fundnar heilar á húfi

Björgunarsveitarmenn sinna svonefndri hálendisvakt á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Björgunarsveitarmenn sinna svonefndri hálendisvakt á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Gönguhópur fann konurnar þrjár sem leitað var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvöleytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim.

Björgunarsveitarfólk gaf þeim heitt að drekka og fylgdi þeim gangandi í Landmannalaugar, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Rétt fyrir miðnætti hóf hópur á hálendisvakt í Landmannalaugum eftirgrennslan eftir þremur konum sem voru á göngu á svæðinu í kringum Laugar. Þær höfðu látið samferðafólk vita að þær væru villtar og orðnar kaldar.

Um miðnætti voru björgunarsveitir af Suðurlandi boðaðar út og tók hópur frá þeim þátt í leitinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert