Nagdýrið líklega með spínatinu

Getty Images

Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum.

Heimilt að flytja inn óhreinsaðar matjurtir

Óskar Ísfeld, deildarstjóri matvælaeftirlits hjá heilbrigðiseftirlitinu, segir í samtali við Magasínið á K100 að spínatið sé flutt inn í 500 g plastpokum frá Spáni. Heimilt er að flytja matjurtir inn óhreinsaðar en þá er veitingastöðum skylt að hreinsa þær. „Í fyrirtækinu voru ekki verkferlar til að þvo þetta spínat áður en það var notað í salatréttinn,“ segir Óskar.

Allir gripu til viðeigandi aðgerða

Hætt var við sölu spínatsins á veitingastaðnum og innflutningsfyrirtækið innkallaði allt spínat úr sömu sendingu. Nánari upplýsingar um nagdýrið liggja ekki fyrir þar sem beðið er skriflegrar skýrslu eftir rannsókn á dýrinu.

Ekki náðist í eiganda Fresco vegna umfjöllunar Magasínsins á K100. Í þættinum ræddu Hvati og Hulda um aðskotahluti í mat og drykk með aðstoð hlustenda sem deildu reynslusögum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert