Dæmdur fyrir ítrekaðan ölvunarakstur

Maðurinn hefur átta sinnum verið fundinn sekur um ölvunarakstur og …
Maðurinn hefur átta sinnum verið fundinn sekur um ölvunarakstur og sex sinnum fyrir að aka án ökuréttinda. mbl.is/Ófeigur

Hæstiréttur kvað í dag upp dóm sinn yfir karlmanni á fertugsaldri sem ákærður var fyrir ítrekaðan ölvunarakstur. Maðurinn var dæmdur til að sæta fangelsi í 10 mánuði auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt. 

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tvisvar sinnum á árinu ekið bifreið, sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna henni vegna áhrifa ávana- og fíkniefna, en auk þess var hann ákærður fyrir hraðakstur. 

Maðurinn hefur margítrekað verið fundinn sekur um að aka sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis og óhæfur til að stjórna bifreið örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Við ákvörðun refsingar er miðað við að ákærði var í áttunda sinn fundinn sekur um að aka undir áhrifum áfengis eða óhæfur til að stjórna ökutæki sökum ávana- eða fíkniefna en í sjötta sinn fundinn sekur um að aka sviptur ökurétti. Þar að auki á maðurinn á að baki nokkurn sakaferil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert