Búist við stormi sunnantil

Vindaspáin klukkan 13 á morgun.
Vindaspáin klukkan 13 á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Kröpp lægð kemur upp að landinu í fyrramálið með hlýju lofti og miklum raka. Á Suðausturlandi mun rigna mikið á morgun frá morgni til kvölds. Á Austfjörðum verður regnið mest frá hádegi og fram á kvöld. Í öðrum landshlutum getur rignt talsvert þegar hitaskilin ganga norðvestur yfir landið.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir ennfremur, að hvassviðri muni fylgja þessu veðri og búist sé við stormi staðbundið á Suður- og Suðausturlandi, þá nærri Eyjafjöllum og austan Öræfa. Taka ætti tillit til þess varðandi ferðalög á þeim slóðum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert