Um 2.500 fá ekki lífeyrisaukann

Ekki fá allir lífeyrisaukann.
Ekki fá allir lífeyrisaukann. mbl.is/Styrmir Kári

Um 2.500 starfsmenn hjá sveitarfélögum utan Reykjavíkur sem eru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ fá ekki umsamda viðbótargreiðslu við hefðbundið iðgjald í lífeyrissjóð sem ASÍ samdi um á dögunum við ríki og borg vegna starfsmanna þeirra.

Ástæðan er sú að Samband íslenskra sveitarfélaga vildi ekki taka þátt í samkomulaginu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Markmiðið með lífeyrisaukanum er að jafna lífeyrisréttindi starfsmanna hjá hinu opinbera án tillits til þess hvaða kjarasamningi þeir fylgja.

Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að ástæða þess að sveitarfélögin eru ekki með í samkomulaginu sé sú að sveitarfélögin séu ekki með samskonar ákvæði í sínum kjarasamningum við þessa starfsmenn. „Þetta samkomulag er gert á grundvelli ákvæðis í kjarasamningum ríkisins og Reykjavíkurborgar sem við erum ekki með. Það er ástæðan fyrir því að við erum ekki með,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert