Kjaradeilur í fluginu þokast hægt

Flugvirkjar að störfum.
Flugvirkjar að störfum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hægt hefur miðað í kjaraviðræðum Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair að undanförnu. Samningar flugvirkja losnuðu í lok ágúst og í fyrri hluta september lýsti Flugvirkjafélagið yfir að samningaviðræðurnar hefðu reynst árangurslausar og var þeim þá vísað til ríkissáttasemjara.

Að sögn Óskars Einarssonar, formanns FVFÍ, er sáttafundur boðaður á morgun. ,,Menn eru bara að ræða saman,“ segir hann spurður hvort farið sé að huga að aðgerðum til að þrýsta á viðræðurnar.

Svipaða sögu er að segja af viðræðum Félags íslenskra atvinnuflugmanna og SA vegna Icelandair en þar eru samningar ekki í sjónmáli. Þann 26. september sl. vísaði samninganefnd FÍA deilunni til embættis ríkissáttasemjara og hafa tveir sáttafundir verið haldnir. Einnig eru samningar félagsins við Landhelgisgæsluna lausir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert