Slagveður suðvestanlands á morgun

Búist er við stormi og rigningu á Reykjanesbraut á morgun.
Búist er við stormi og rigningu á Reykjanesbraut á morgun. mbl.is/Rax

Heldur fer að hvessa í kvöld suðvestanlands en í nótt og fyrramálið má gera ráð fyrir hviðum allt að 30 m/s á Reykjanesbraut samfara slagveðursrigningu. Gert er ráð fyrir 30-35 m/s á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Þar segir enn fremur að lítið eitt muni draga úr þessum hvassa vindi á morgun. Á Norðurlandi eru hálkublettir á Mývatnsöræfum. Á Vestfjörðum eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði, Hrafnseyrarheiði og á Þröskuldum. 

Hvalfjarðargöng lokuð

Hvalfjarðargöng verða lokuð fyrir umferð í tvær nætur í þessari viku vegna viðhalds og hreingerningar. Lokað verður aðfaranætur miðvikudagsins 18. og fimmtudagsins 19. október frá miðnætti til kl. 6 að morgni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert