Áföll í æsku hafa áhrif á geðheilsu

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir.
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir. Eggert Jóhannesson

Færri komust að en vildu á ráðstefnu Geðhjálpar, Börnin okkar!, sem haldin var í gær á Grand hóteli. Ráðstefnugestir voru um 400 talsins og var hætt að taka við bókunum á ráðstefnuna á föstudaginn var.

Innlendir og erlendir sérfræðingar, alls 21 og þar af fjórir erlendir, fluttu fyrirlestra á ráðstefnunni. Allir ráðstefnugestir hlýddu sameiginlega á fyrirlestra fyrir hádegið en eftir hádegið voru haldnar fjórar málstofur og fjallaði hver þeirra um málefni barna á ákveðnu aldursbili.

„Ráðstefnan snýst um geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni allt frá fæðingu og til 24 ára aldurs,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, í umfjöllun um ráðstefnuna í Morgunblaðinu í dag.  „Okkur finnst mikil þörf á úrbótum í þessum málaflokki. Markmiðið með ráðstefnunni er að fá heildarsýn á þá þjónustu sem er í boði og komast að því hvað gengur vel og hvað ekki eins vel. Í framhaldinu ætlum við að setja tíu verkefni á forgangslista og fara með hann til heilbrigðisráðherra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert