Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

Samkvæmt ákæru málsins hringdi maðurinn ítrekað í konuna á 19 …
Samkvæmt ákæru málsins hringdi maðurinn ítrekað í konuna á 19 mánaða tímabili.

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað reynt að fá manninn til að gera grein fyrir sér.

Í ákærunni kemur fram að maðurinn hafi ávallt hringt úr leyninúmeri og í þau skipti sem konan hafi svarað hafi hann meðal annars sagt að „hann langaði til að sofa hjá henni, að honum fyndist hún hafa fallegan líkamsvöxt og rass, og að hann langaði að brunda yfir rass hennar og með því að biðja hana um að fá að „klára“ en í einhverjum tilvikum fróaði ákærði sér á meðan á samtali þeirra stóð.“

Er háttsemi mannsins talin til þess fallin að hafa sært blygðunarsemi konunnar og valdið henni ótta. Telur ákæruvaldið að hann hafi með framferði sínu brotið gegn 199. Grein almennra hegningarlaga sem varða kynferðislega áreitni. Er hámarksrefsing fyrir slíkt brot allt að tveggja ára fangelsi.

199. gr.[Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.] 1)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert