Færri vörur bera tolla hér en í ESB

Viðskiptastefna Íslands hefur þróast í frjálsræðisátt á síðustu árum.
Viðskiptastefna Íslands hefur þróast í frjálsræðisátt á síðustu árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu utanríkisráðuneytisins um utanríkisviðskipti Íslands og þátttöku í fríverslunarviðræðum EFTA, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Í skýrslunni segir að viðskiptastefna Íslands hvað varðar álagningu tolla og vörugjalda hafi þróast í frjálsræðisátt á síðustu árum. Almennir tollar hafi verið felldir niður af fatnaði og skóm í ársbyrjun 2016 og af hvers kyns annarri iðnaðarvöru í byrjun þessa árs. Í dag er hlutfall þeirra tollskrárnúmera sem ekki bera neinn toll rétt tæplega 90%, samanborið við um 70% tollskárnúmera 2012.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert