Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

Þórarinn og Narri á tölti. Fimm gangtegundir íslenska hestsins eru …
Þórarinn og Narri á tölti. Fimm gangtegundir íslenska hestsins eru sýndar í kynningunni.

Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir.

„Það er gaman að finna þennan mikla áhuga,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir, verkefnastjóri markaðsverkefnisins Horses of Iceland sem fékk Skottu Film til að taka upp myndina.

Þórarinn Eymundsson tamningamaður sýnir gangtegundir íslenska hestsins á stóðhestinum Narra frá Vestri-Leirárgörðum. Umhverfið er skagfirsk náttúra, hjá Bakka í Viðvíkursveit, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert