Sala á kindakjöti eykst um 8,5%

Tekið til hendi við sauðfjárslátrun í sláturhúsi Norðlenska.
Tekið til hendi við sauðfjárslátrun í sláturhúsi Norðlenska. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sala á kindakjöti hefur aukist um rúm 8% á milli ára. Sala hefur einnig aukist á alifuglakjöti og nautgripakjöti en sala á svínakjöti dregist saman.

Rúmlega 7 þúsund tonn af kindakjöti hafa selst síðustu tólf mánuðina, miðað við lok septembermánaðar, og er það 8,5% aukning frá fyrra ári, samkvæmt yfirliti búnaðarstofu Matvælastofnunar um framleiðslu og sölu á kjöti. Langmest er selt af alifuglakjöti, 9.342 tonn, sem er 5% aukning. Alifuglakjöt er langvinsælasta kjöttegundin, með um þriðjung allrar sölu af kjöti sem framleitt er hér.

Svínakjöt er í þriðja sæti. Selt var 6.151 tonn síðustu tólf mánuði sem er 3% samdráttur frá fyrra ári. Sala á nautgripakjöti jókst um 4,5% og nam 4.574 tonnum. Þess ber að geta að sala á innfluttu kjöti er ekki inni í þessum tölum, segir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert