Telja að það vanti 570 hjúkrunarfræðinga

Fjöldi hjúkrunarfræðinga starfar á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut.
Fjöldi hjúkrunarfræðinga starfar á Landspítala háskólasjúkrahúsi við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga.

Þetta kemur fram á heimasíðu Ríkisendurskoðunar. Segir þar að í nýrri stjórnsýsluúttekt um mönnun, menntun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga hafi verið bent á að í lok síðasta árs hafi um 225 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið ómönnuð innan íslensks heilbrigðiskerfis. Auk þess er talið að fjölga þurfi stöðugildum um 180.

Þar sem hjúkrunarfræðingar eru almennt í um 70% starfshlutfalli má ætla að um 570 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa í heilbrigðiskerfinu. Til samanburðar má geta að Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri hafa síðustu fimm ár að jafnaði útskrifað samtals 127 hjúkrunarfræðinga árlega,“ kemur fram á heimasíðu Ríkisendurskoðunar en nánar má lesa um málið hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert