Íslenska lögreglan með í að uppræta mansalshring

mbl.is/Eggert

Finnska landmæraeftirlitið, með stuðningi Europol, íslensku lögreglunnar og bandaríska landamæraeftirlitsins, hefur upprætt skipulögð glæpasamtök sýrlenskra og íraskra borgara sem eru grunuð um að hafa reynt að smygla fólki frá suðurhluta Evrópu til Finnlands og þaðan til Bandaríkjanna í gegnum Ísland og Mexíkó.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Europol.

Finnsk yfirvöld hafa handtekið fjóra liðsmenn í glæpagenginu og framkvæmdu þau húsleit í fjórum húsum í Helsinki, Vantaa og Tampere í Finnlandi.

Töluverður fjöldi farsíma var meðal annars gerður upptækur í húsleitinni. Þúsundir evra í reiðufé í plastpokum fundust einnig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert